- Advertisement -

Samherjar í Miðflokki og Sjálfstæðisflokki

Samherjar í Miðflokki og Sjálfstæðisflokki

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra,  skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Brexit er honum ofarlega í huga. Hann endar greinina á heimamiðum:

„Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa um nokkurt skeið endurómað sömu hugmyndafræði og breski Íhaldsflokkurinn. Báðir flokkarnir eru andvígir því að auka athafnafrelsi með fullri aðild að Evrópusambandinu.

Í báðum flokkum er vaxandi andstaða við aðild Íslands að innri markaði Evrópusambandsins. Vegna ágreinings í Sjálfstæðisflokknum tók það ríkisstjórnina til að mynda meira en heilt ár að afgreiða nýjar og bættar evrópskar reglur á sviði orkumála. Ef VG hefði verið jafn sundrað í því máli er eins víst að EES-samningurinn væri í uppnámi.

Nái Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar er hætt við að það verði á kostnað viðskiptafrelsis og neytendaverndar. Það mun veikja sóknarmöguleika íslensks atvinnulífs.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: