- Advertisement -

Sami texti hjá stuðningsfólki stjórnarinnar

Viðar Freyr Guðmundsson birti þetta:

Mér finnst þetta svo merkilegt að ég mátti til með að setja þetta skýrara fram.

Hér eru 4 aðilar sem tengjast allir ríkisstjórninni nánum böndum að kommenta um sömu fréttina. Einn athugull lesandi tók eftir að ekki aðeins eru kommentin þeirra á sömu nótum, heldur er þetta orð fyrir orð sami textinn (sem ég higlighta í tveimur litum). Þetta fólk er sem sagt að endurtaka eins og páfagaukar einhvern áróður sem búið er að skrifa fyrir þau. Sem er nokkuð áhugavert.

Þarna eru tveir aðstoðarmenn ráðherra. Einn stjórnarformaður quasi-opinbers fyrirtækis í eigu Lífeyrissjóðanna. Tveir formenn nefnda hjá Sjálfstæðisflokknum. Fyrrum framkvæmdastjóri Þingflokks VG. Allt fólk sem hefur verulegra persónulega hagsmuna að gæta af tengslum sínum við ríkisstjórnina.

Þarna er þetta fólk að kommenta líkt og þetta séu þeirra eigin orð og þeirra eigin hugsanir. En það er nú ljóst að svo er ekki.

Á sama tíma og varðhundar kerfisins stunda þessi vinnubrögð, þá liggur ríkisstjórninni þvílík ósköp á að samþykkja þennan 3ja Orkupakka, að það má hreint alls ekki bíða með það í nokkrar vikur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: