- Advertisement -

„Samspil einkageirans við opinberu fjármálin“

„Við fáum sjaldan annað eins skólabókardæmi um virði einkageirans á Íslandi og þetta flókna margslungna samspil einkageirans við opinberu fjármálin, við framkvæmd peningastefnunnar, við það hvernig við beitum ríkisfjármálunum, hversu mikilvæg opinber þjónustan er, en við höfum svo sannarlega fengið slíkt dæmi, raunhæft verkefni, undanfarið rúmt árið. Við sáum með opnum augum það gerast fyrir framan okkur að ríkissjóður féll skyndilega í 300 milljarða kr. halla þegar töpuðust 20.000 störf einmitt í einkageiranum. Við sögðum: Verkefnið hlýtur að vera það að endurheimta þessi störf þannig að við getum til lengri tíma risið undir opinberri gæðaþjónustu á Íslandi, öflugu heilbrigðiskerfi, sterkum innviðum o.s.frv. Þetta var ekki sjálfgefið og við tókum langar umræður hér í þingsal um það hvort við hefðum valið réttu leiðina, hvort nóg væri að gert, þó að ríkisstjórnin hafi verið skýr um að það skyldi gera meira en minna,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í kvöld.

Hér er tengill á ræðu Bjarna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: