- Advertisement -

Samstöðin í mikilli sókn

Samstöðin hefur opnað fina heimasíðu. Þar er auðvelt að velja efni stöðvarinnar.

Samstöðin er samfélagssjónvarp og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum. 

Þau sem hafa áhuga á að búa til þætti eða taka með öðrum hætti þátt í uppbyggingu Samstöðvarinnar eru hvattir til að hafa samband: samstodin@samstodin.is.

Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.


Þú gætir haft áhuga á þessum

Alþýðufélagið

Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Alþýðufélagið styrkir Samstöðina. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar.

Félagsgjöld í Alþýðufélagið eru kr. 1.250 á mánuði og renna óskipt til dagskrár og útsendinga Samstöðvarinnar; 1/4 fer til að auka útbreiðslu efnis en 3/4 í pott fyrir þá sem leggja til efni og vinnu. Öllum er greitt jafnt eftir framlagi. Þau sem vilja, geta borgað tvöfalda eða þrefalda áskrift.

Í stjórn Samstöðvarinnar eru: Björn Jónasson útgefandi, Gunnar Smári Egilsson blaðamaður, Halla Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ASÍ, Styrmir Guðlaugsson öryrki og blaðamaður og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir blaðamaður. Og til vara: Eyjólfur Guðmundsson eðlisfræðingur, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir blaða- og fræðikona og Sanna Magdalena Mörtudóttir mannfræðingur og borgarfulltrúi.

https://samstodin.is/


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: