- Advertisement -

Sannarlega eru tvær þjóðir í þessu landi

„Bjarni og Ásgeir eru ekki hluti af þeirri þjóð sem við og flestir landsmenn tilheyra.“

Ragnar Þór Ingólfsson.

„Mín fyrstu viðbrögð eru auðvitað þau að gera þá kröfu til ráðamanna þjóðarinnar að praktísera það sem þeir predika. Ég hefði haldið að 66.000 kr. hefði verið feikinóg fyrir fjármálaráðherra og seðlabankastjóra, sem hafa líklega minni áhyggjur af skuldum en þau sem fengu 43.000 kr. sem var meðal hækkun þeirra lægst settu eða c.a. 25 þúsund kall eftir skatt til að mæta öllum hækkunum á nauðsynjavöru, þjónustu og stökkbreyttum húsnæðiskostnaði,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og fyrsti varaforseti ASÍ um þá hækkun sem „æðstu“ embættismenn þjóðarinnar eru að fá.

„Svo hefði ég haldið að Seðlabankastjóri héldi sig heima í stað þess að spóka sig erlendis miðað við ábyrgðinni sem hann skellti á herðar þeirra sem voguðu sér út til Tene. Það eru svo sannarlega tvær þjóðir í þessu landi. Bjarni og Ásgeir eru ekki hluti af þeirri þjóð sem við og flestir landsmenn tilheyra.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: