En ef þetta var ólöglegt, hver borgaði þá út ólöglega úr ríkissjóði? Var það ekki fjármálaráðherra á þessum tíma?
Guðmundur Ingi Kristinsson.

„Flokkur fólksins stendur styrkari fótum en oft áður. Við stöndum það styrkum fótum að við erum með tíu manns á þingi og erum í ríkisstjórn og við erum búin að ganga frá því að skrá heimilisfangið okkar á Fjörgyn 1, blessa það í bak og fyrir, og við erum búin að skrá hvaða endurskoðendur við erum með. Við erum líka búin að ská að við séum stjórnmálasamtök, uppfylla þessi þrjú atriði sem á þurfti að halda. En óstyrkir eru Sjálfstæðismenn með sitt ríkisstyrkta málsgagn, Morgunblaðið, að þeir sjá allt til foráttu í þessu styrkjamáli,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins.
„En þeir gleyma einu: Hver setti lögin? Það var síðasta ríkisstjórn. Lögin voru klúður, það er alveg komið á hreint. En ef þetta var ólöglegt, hver borgaði þá út ólöglega úr ríkissjóði? Var það ekki fjármálaráðherra á þessum tíma? Og hver var fjármála á þessum tíma? Var það ekki Sjálfstæðismaður, jafnvel formaður Sjálfstæðisflokksins? Og ef hann gerði þetta vísvitandi og viljandi, vissi þetta 2022 og hélt áfram að borga út aftur og aftur, hver ber ábyrgð? Er ekki ráðherraábyrgð? Má hann þetta? Þess vegna segi ég: Þetta var ekkert ólöglegt. Þetta er bara stormur í vatnsglasi. Einhverra hluta vegna halda þeir að það sé bara Flokkur fólksins sem hafi fengið 240 milljónir, og hamra á því, en þegar við skoðum þetta þá er það helmingi meira, 550 milljónir, sem aðrir fengu. Hafa þeir nefnt það? Nei. Ef á heildina er litið þá erum við að tala um 800 milljónir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra borgaði út ólöglega, ef rétt er farið með hjá Sjálfstæðisflokknum. Þannig að ég vísa þessu máli beint til þeirra,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson.