- Advertisement -

Segir Bjarna vera ósammála sjálfum sér og Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra

Það er greinilega búið að láta vinstri grænu svipuna ganga á baki hæstvirtum ráðherra…

„Hæstvirtur fjármálaráðherra byrjar á því að vera ósammála dómsmálaráðherra sínum og sjálfum sér. Það er greinilega búið að láta vinstri grænu svipuna ganga á baki hæstvirtum ráðherra — og þó, kannski er þetta bara það sem var að vænta eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins þar sem kom á daginn að stærsti flokkur landsins á Íslandi er þrátt fyrir allt krataflokkur eins og á hinum Norðurlöndunum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlausson á Alþingi.

„Menn vita ekki hverjar verða afleiðingarnar af viðbragðaleysi fram að þessu við skipulagðri glæpastarfsemi. Hæstvirtur dómsmálaráðherra kemur málinu ekki einu sinni út úr þingflokki Vinstri grænna. Útlendingamál hæstvirtur dómsmálaráðherra er í uppnámi. Og einkavæðing ríkiseigna, ég hef líklega ekki tíma til að fara út í það, hæstvirtur forseti.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: