- Advertisement -

Segir Davíð vera í vondu skapi

Morg­un­blaðið er ekki svip­ur hjá sjón. Það er ekki það sama og það var.

Halldór Blöndal á landsfundi.
Ljósmynd; xd.is

„Ég hef verið að velta skrif­um Davíðs Odds­son­ar fyr­ir mér, hvað fyr­ir hon­um vaki. Eng­um dylst að hon­um er mikið niðri fyr­ir og á erfitt með að hemja skap sitt þegar svo ber und­ir,“ þetta skrifaði Halldór Blöndal, sem lengi vel var skjólstæðingur Davíðs Oddssonar, í grein sem birt er í Mogganum í dag.

Á valdatíma Davíðs var Halldór þingmaður, ráðherra og forseti Alþingis. Halldór hefur nú áhyggjur af leiðtoganum fyrrverandi og ekki síður af Mogganum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nú hef­ur breyt­ing orðið á.

„Þegar ég var blaðamaður á Morg­un­blaðinu var það borg­ara­legt blað, þar sem skýr mörk voru sett milli al­mennra frétta og póli­tískra frétta. Reykja­vík­ur­bréf voru þannig skrifuð að farið var rétt með efn­is­atriði máls, þannig að les­andi þeirra vissi um hvað var að ræða og gæti­lega talað um ein­stak­ar per­són­ur. Mér er mjög í minni ádrepa sem ég ung­ur blaðamaður fékk frá Matth­íasi Johannessen og hef ekki gleymt þótt átt­ræður sé. Morg­un­blaðið tal­ar ein­göngu um það í þriðja orkupakk­an­um sem ekki er í hon­um, nefni­lega sæ­streng til Íslands. Á hinn bóg­inn læt­ur Morg­un­blaðið sig engu skipta frjáls­ræði í viðskipt­um með raf­magn, rétt neyt­enda og neyt­enda­vernd. Morg­un­blaðið er ekki svip­ur hjá sjón. Það er ekki það sama og það var. En það er ekki öll von úti.“

Tilefni greinar Halldórs eru ólíkar skoðanir hans og Davíðs á orkupakkanum, máli sem skaðar Sjálfstæðisflokkinn og Moggann.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: