- Advertisement -

Segir hér vera öflugt samkeppnisumhverfiskerfi

„Er það ekki það sem við eigum að vera að ræða hér frekar en að vera að saka fólk um að vera að græða á vöxtum?“

Vilhjálmur Árnason.

„Er það ekki það sem við eigum að vera að ræða hér frekar en að vera að saka fólk um að vera að græða á vöxtum?“

„Seðlabankinn hefur þessi tæki og nokkur tæki og er að nota fleira heldur en hærri vexti, hefur t.d. dregið úr lánum frá bönkunum með því að auka eiginfjárkröfu og annað slíkt í íbúðalánum, sérstaklega fyrir fyrstu íbúðarkaupendur og annað. Það er meira að segja umdeilt en það hefur verið gert,“ sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, í umræðunni um fjárlagafrumvarp næsta árs.

„Ég ætla ekki að fara að standa hér í vörn fyrir Seðlabankann. Ég er bara að segja: Hvernig getum við sem stjórnvöld sem ræðum um fjárlög og erum með stjórnmálin tryggt að rekstur heimilanna sé sem hagkvæmastur? Við getum það með aga í ríkisfjármálum en við getum það líka með því að hafa hér öfluga samkeppni eins og við gerðum á bankamarkaði með því að afnema stimpilgjöld. Þannig að nú hefur fólk val um að fara á milli banka og lánsforma,“ sagði Vilhjálmur og hélt áfram:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég bara skil ekki…

„Er ekki betra að við séum hér með kerfi, öflugt samkeppnisumhverfiskerfi, hvort sem það er á bankamarkaði, á byggingarmarkaði eða aukið lóðaframboð og annað slíkt, sem dregur úr kostnaðinum og tryggir að heimilin hafi aukið val til þess að gera sitt hagkvæmasta heimili og hafi val um hvað hentar hverju heimili fyrir sig? Er það ekki það sem við eigum að vera að ræða hér frekar en að vera að saka fólk um að vera að græða á vöxtum? Ég bara skil ekki hvernig þær ásakanir draga úr vaxtastigi og verðbólguvæntingum í þessu landi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: