- Advertisement -

Segir íslenska aðgerðarsinna haga sér eins og nazistar og kommúnistar gerðu

Í leiðara Moggans segir meðal annars:

„Aðgerðasinn­ar ruddu sér braut inn á lands­sam­ráðsfund um aðgerðir gegn of­beldi síðdeg­is á miðviku­dag, brutu sér leið upp á sviðið, strengdu þar borða fyr­ir sviðið og hrópuðu í sí­fellu með gjall­ar­horni: „Brott­vís­an­ir eru of­beldi!“

Á sviðinu voru fyr­ir for­sæt­is­ráðherra, dóms­málaráðherra, rík­is­lög­reglu­stjóri, rík­is­sak­sókn­ari og fleiri, en þangað voru þau kom­in til þess að taka þátt í pall­borðsum­ræðu um aðgerðir gegn of­beldi og af­leiðing­um þess. Þeim brá óneit­an­lega í brún þegar fund­in­um var hleypt upp, fund­ur um of­beldi tek­inn her­skildi.

Aðgerðasinn­arn­ir beittu ekki of­beldi, en þeir beittu yf­ir­gangi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Fyrr­nefnd­ar aðgerðir voru ekki of­beld­is­full­ar. En þær voru ekki held­ur friðsam­leg­ar. Þar var eng­in til­raun gerð til þess að taka þátt í rök­ræðu um fund­ar­efnið og raun­ar ekki held­ur málstað aðgerðasinn­anna. Mark­miðið var það eitt að trufla fund­inn og gera hróp að þeim sem þar voru.

Þess­ar aðferðir eru ekki nýj­ar af nál­inni. Fyr­ir næst­um hundrað árum voru þetta ein­mitt aðferðirn­ar, sem nazist­ar og komm­ún­ist­ar beittu, að ráðast inn á fundi and­stæðing­anna og hleypa þeim upp. Stund­um með öm­ur­leg­um af­leiðing­um. Það gerðist líka á Íslandi, þó að það væri sem bet­ur fer fátítt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: