- Advertisement -

Segir Landsrétt standast væntingar

Eitt mikilvægasta verkefni forsætisráðuneytisins er að tryggja að ólík ráðuneyti vinni betur saman.

„Nýtt millidómstig, Landsréttur, tók til starfa á fyrsta degi ársins 2018 og hefur reynst sú réttarbót sem lagt var upp með fyrir íslenskt réttarríki. Nú getur milliliðalaust mat á munnlegri sönnunarfærslu farið fram á áfrýjunarstigi þegar þess gerist þörf og málsmeðferðin orðin vandaðri þegar reynir á sérfræðileg atriði, svo eitthvað sé nefnt. Hæstiréttur hefur nú einnig svigrúm til að sinna hlutverki sínu sem fordæmisgefandi dómstóll,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í ársskýrslu sinni fyrir árið 2018.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist, í sinni grein, vera ánægð með þau stóru skref sem voru stigin á árinu 2018 samfélaginu til heilla, ekki einungis í forsætisráðuneytinu heldur jafnframt í öðrum ráðuneytum.

„Árið var fyrsta heila ár ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs. Mörg verkefni voru sett af stað og vegna samhæfingarhlutverks ráðuneytisins voru mörg þeirra unnin í samstarfi við önnur ráðuneyti. Eitt mikilvægasta verkefni forsætisráðuneytisins er að tryggja að ólík ráðuneyti vinni betur saman og markmið og leiðarljós séu skýr. Í því skyni hef ég lagt áherslu á að ýmis mál sem krefjast samræmingar á milli ráðuneyta komi til umfjöllunar í ráðherranefndum og ég tel að slík þverfagleg umfjöllun þar sem ráðherrar fá tækifæri til þess að fjalla ítarlega um mikilvægt mál skili miklum árangri og geti komið í veg fyrir að málefni falli á milli ráðuneyta. En fyrir utan þetta stefnumótunar- og verkstjórnarhlutverk er það eðli starfsins að bregðast við ýmsu því sem upp kann að koma. Þá skiptir miklu að hafa jafn öflugt starfsfólk og raun ber vitni sem er sveigjanlegt og getur sett sig inn í fjölbreytt mál á skömmum tíma og leitt samvinnu við önnur ráðuneyti.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: