„Mig langar til að nefna þetta sérstaklega vegna þess að það átti ekki að koma stjórnarliðum á óvart að þessi ósk kæmi fram. Ég get sagt fyrir mig að ég var búinn að haga orðum mínum þannig í ræðum allan daginn að það væri ekki á vísan að róa með að vísunin yrði til þeirrar nefndar sem hæstvirtur ráðherra lagði til, enda er hér um svo augljóst skattamál að ræða að það er meira að segja skrifað skýrum stöfum í frumvarpinu,“ sagði Bergþór Ólason á Alþingi.
Bergþór hefur skipað sér á fremsta bekk minnihlutans í gagnrýni á störf ríkisstjórnarinnar, ráðherra og einstaka þingmanna.
„Það lýsti einhverjum leiðinlegum hroka í garð þingsins og starfsins sem á sér stað hér í salnum að háttvirtir stjórnarþingmenn og þeir sem þeim hópum stýra skyldu ekki gæta þess að mönnun væri með forsvaranlegum hætti þannig að hér væri hægt að vinna þau verk sem er líklegt að komi til á þingfundi eins og haldinn var síðastliðinn laugardag,“ sagði Bergþór að lokum.