- Advertisement -

Segir Miðflokk hæða lýðræði og þing

Ari hefur litið á málatilbúnað Miðflokksins sem leikþátt.

„Við eyðum núna tveimur vinnudögum þingmanna í að bæta við vel á annað hundrað klukkustundir af endurtekningum um þriðja orkupakkann. Gott og vel. Um það var samið til að leikhlé yrði á sínum tíma, því að ég hef litið á mikið af þessum málatilbúnaði Miðflokksins sem leikþátt,“ sagði Ari Trausti Guðmundsson VG, á Alþingi í gær.

„En alvarlegi þátturinn í því er sá að mér finnst hann bera vitni um ákveðna hæðni gegn lýðræði og gegn þinginu, eitthvað sem við höfum aldrei séð áður og munum væntanlega aldrei sjá aftur. Tími okkar og allar klukkustundirnar sem samræður Miðflokksmanna stóðu — þingbundið lýðræði landsins, hversu gallað sem það kann að vera, er dýrmætt og það á ekki að vera einhvers konar leiksvið fáránleikans. Það er vissulega eðlilegt að okkur greini á á þingi um ótalmargt en samfélagið og það sem ég kalla siðræn gildi krefjast skilvirkni og virðingu fyrir þeim vinnu- og samskiptareglum sem við höfum samþykkt,“ sagði hann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: