- Advertisement -

Segir ríkisstjórnina vilja draga úr mannréttindum

Frumvarp Jóns:

Þetta er slæmt frumvarp sem er búið að leggja fram of oft og það er stórfurðulegt að það sé sett hér fram sem forgangsmál ríkisstjórnarinnar.

„Ég varð nú svolítið hissa þegar ég sá dagskrá þingfundar í dag og rak þar augun í 13. dagskrárlið, frumvarp Jóns Gunnarssonar um það að vera vond við hælisleitendur, sem er eitthvað sem ríkisstjórnin sá sérstaka ástæðu til að minna okkur á að hún setur í forgang, ekki síður en það að fúska við bankasölu. Þetta er slæmt frumvarp sem er búið að leggja fram of oft og það er stórfurðulegt að það sé sett hér fram sem forgangsmál ríkisstjórnarinnar, að ríkisstjórnin setji í forgang að draga úr mannréttindavernd fólks á flótta,“ sagði Andrés Ingi Jónsson á Alþingi í dag.

„Þess vegna vil ég gera þá tillögu, herra forseti, vegna þess að ég reikna ekki með því að við komumst niður að 13. máli í dag, að ef forseta dettur í hug að setja málið á dagskrá þingfundar á morgun þá greiðum við tillögu um dagskrárbreytingu frá mér þess efnis að málið sé tekið af dagskrá þannig að þingmenn stjórnarflokkanna geti sýnt hvort þeim þyki þetta vera forgangsmál eða ekki. Ég óska þess að atkvæðagreiðsla fari fram um þessa tillögu mína.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: