- Advertisement -

Segir Sigmund Davíð í hefndarhug

Af því að það er erfitt að geyma rafmagn.

„Það er alger synd að mál þetta skuli vera svona afskræmt af skammarræðum Sigmundar Davíðs og vina hans. Það er augljóst að hans eini tilgangur er að hefna sín á brottrekstri úr Framsóknarflokknum eftir birtingu Panamaskjalanna,“ þetta segir Michel Sallé doktor frá Sorbonneháskóla í stjórnmálafræðum, í grein sem birt er í Fréttablaðinu í dag.

Michel undrast afstöðu þeirra sem eru á móti orkupakkanum.

„Því þessi spurning er mikilvæg og svar við henni þarf að vera laust við ástæðulausa tortryggni eða falsanir. Hér má til dæmis geta þess að franska rafmagninu er stjórnað í París en ekki í Ljubljana, franska ríkisstjórnin er með í ráðum hvað varðar verð, og rafmagnsfyrirtækin, hvort sem þau eru ríkisfyrirtæki eða einkafyrirtæki, ákveða sjálf það magn sem flutt er út eða inn á hverjum tíma, af því að það er erfitt að geyma rafmagn,“ skrifar hann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann nánast hæðist af þeim Íslendingum sem telja okkur og landið okkar fremra öðru fólki og öðrum löndum.

„Ég læt Íslendingum eftir að ákveða sjálfir hvort eyja þeirra er „gimsteinn skorðaður í silfursjó“, og hvort þeir líti allir á sig sem „þetta heppna kyn“, beina af komendur þeirra víkinga sem náttúran valdi til að komast til eyjunnar, koma sér þar fyrir og lifa af. En aðalspurningin er um víggirðingar og varnarskurði, og því miður er hún spurð með afskræmdum hætti: „Eigum við að gefa frá okkur þessar víggirðingar og varnarskurði til að þóknast evrópskum skrifstofublókum sem vinna í Ljubljana, aðsetri ACER?“ Eins og andrúmsloft er í dag þarf mikið hugrekki til að svara játandi. Þó varð ég hissa þegar ég var nú nýlega á Íslandi hve erfitt var fyrir þá neikvæðu að finna sterk rök fyrir afstöðu sinni..“

Þetta er aðeins hluti af grein Micels.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: