- Advertisement -

Segir Sigurð Inga vera í feluleik

…skýrist af því að ráðherrann sé hræddur um að vera gerður afturreka…

Bergþór Ólason.

„Ég vil lýsa furðu minni á því að umhverfis- og samgöngunefnd hafi ekki svo lítið sem fengið að sjá þau samningsdrög sem fyrir liggja, ekki einu sinni þó að það hefði verið gert í trúnaði. Það er einhver feluleikur með þetta mál sem mann grunar helst að skýrist af því að ráðherrann sé hræddur um að vera gerður afturreka, enn einu sinni, með samkomulagsdrögin ef þau komast til almennrar umræðu áður en samningurinn er undirritaður,“ sagði formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, Bergþór Ólason, um samkomulag ríkis og sveitarfélaga um vegabætur á höfuðborgarsvæðinu.

Mig langar að segja nokkur orð um það samkomulag sem hefur verið nokkuð til umræðu í dag og síðustu daga og snýr að uppbyggingu á samgöngum á höfuðborgarsvæðinu, sagði Bergþór.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Nú hefur verið tilkynnt að samgönguráðherra og sveitarfélögin sex á höfuðborgarsvæðinu ætli sér að undirrita þennan samning á morgun. Þannig háttar til að sá samningur rammar inn framkvæmdir upp á um 120 milljarða og þar af koma rúmlega 100 milljarðar frá ríkinu á einn eða annan hátt, annaðhvort í gegnum fjárveitingar samgönguáætlunarinnar eða í gegnum veggjöld sem verða ekki lögð á eða innheimt nema með aðkomu Alþingis.“

Bergþór: „Það er auðvitað ekki boðlegt að ráðherrar ætli sér að skrifa undir samkomulag hér úti í bæ á morgun sem skuldbindur okkur á einn eða annan hátt til að tryggja rúmlega 100 milljarða til samgönguframkvæmda, mikilvægra samgönguframkvæmda, ég dreg ekki úr því, án þess að málið hafi verið rætt efnislega, hvorki í þingsal né í umhverfis- og samgöngunefnd. Síðast var í dag óskað eftir því að umhverfis- og samgöngunefnd fengi samkomulagsdrögin til kynningar, drögin sem slík, en því var hafnað sem er í takt við annað upplýsingaflæði sem verið hefur í þessu máli.  Mig langar að nýta þetta tækifæri til að gagnrýna það harðlega en vona að þetta verði ekki reglan hér eftir.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: