- Advertisement -

Segir um nýja forystu: „Heimskan ríður ekki við einteyming“

Hrafn Magnússon.

Fyrrum forystumenn í verkalýðsbaráttunni og gæslumenn lífeyrissjóða hafa lítið tjáð sig um kjarasamninginn. Guðmundur Gunnarsson er eina undantekning þar á, að ætla má.

Hrafn Magnússon sem lengi var framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða skrifaði á Facebook: „Allir viðurkenna að bann við 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum mun hafa í för með sé aukna greiðslubyrði hjá lántakendum. Þyngri greiðslubyrði mun fyrst og fremst koma niður á tekjulágum einstaklingum .Afleiðingin verður sú að eftirspurn húsnæðislána mun dragast verulega saman og sífellt fleiri munu leita á leigumarkaðinn. Það mun hafa í för með sér að bygging íbúða mun einnig dragast saman, auk þess sem leiguverð mun hækka. Engin skynsamleg rök styðja því þetta bann á 40 ára verðtryggðum íbúðalánum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Guðmundur Gunnarsson.
„Stjórnmálamenn hugsa einungis um núið.“

Guðmundur Gunnarsson, sem sannanlega hefur enn logandi áhuga á kjarabaráttunni skrifar:

„Það er mér einnig mikið umhugsunarefni, það að gefa ungu fólki möguleika á að nýta iðgjald sitt til greiðslu t.d. fasteignalánum, varinn sparnaður verður þannig fluttur yfir á aðfararhæft svæði. Faktískt nákvæmlega eins og þegar bankarnir plötuðu fólk eftir Hrunið til þess að taka út séreignasjóðinn og þegar sá sparnaður var kominn í hendurnar á bönkunum gerðu bankarnir viðkomandi gjaldþrota. Í aldurstengdu kerfi hefur sú ákvörðun að taka út iðgjöld fyrsta áratuginn á vinnumarkaði gríðarlega mikil áhrif á væntanlegan lífeyri. Nú er búið að sveigja kerfið þannig að stjórnvaldið hirðir af okkur skyldusparnaðinn með krónu á móti krónukerfinu til þess að minnka útgjöld ríkissjóðs og koma sér hjá að greiða okkur réttmætan grunnlífeyri eins og öll lönd í Evrópu gera, og ætlar síðan til viðbótar að koma sér undan því að leggja fram nægjanlega fjármuni til þess að koma upp sambærilegri aðstoð og er í nágrannalöndum okkar með því að nýta hluta af iðgjöldunum. Við erum mörg sem þekkjum það á eigin skinni hvar við værum stödd í dag, ef við hefðum takmarkaðan séreignarsparnað og til viðbótar að búa við takmarkaðan lífeyri. Stjórnmálamenn hugsa einungis um núið.“

Þyngst er í Þráni Hallgrímssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar:

„Heimskan ríður ekki við einteyming í þessu. En er ekki bara allur fjölmiðlaherinn dofinn af ánægju yfir skemmdarverki á séreignarsparnaðinum og banni á 40 ára verðtryggðum lánum þó að annar hver Íslendingur hafi getað eignast íbúð vegna þessa lánaforms!“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: