- Advertisement -

Segjast „æstir“ í að þjappa saman bákninu – en segja samt nei við samþjöppun

Miðflokkurinn vill báknið burt, þjappa því saman. Í dag voru greidd atkvæði um sameiningu tollstjóra og ríkisskattstjóra. Þá kom í pontu Þorsteinn Sæmundsson og sagði:

„Þetta mál er illa unnið og illa undirbúið. Það hefur ekki verið tekið nótís af því sem gerst hefur í nágrannalöndunum þar sem svipaðar sameiningar hafa átt sér stað og það hefur ekki verið haft samráð við þá stétt sem á að bera uppi starfið áfram. Þetta er ekki vænlegt. Þetta er ekki gott. Þessi sameining á að taka gildi eftir 27 daga. 27 daga, herra forseti. Það segir sig sjálft að maður þvingar ekki fólk í svona samstarf á slíkum tíma þannig að því miður er ekki hægt að samþykkja þetta mál eins og það liggur fyrir. Við Miðflokksmenn erum æstir í að þjappa saman bákninu. En þegar menn fara svona að er ekki hægt að líta fram hjá því að þetta er galið og ég spái því að þetta mál muni koma aftur til kasta Alþingis innan mjög skamms tíma.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: