- Advertisement -

Sérstakur saksóknari tók 100 milljónir

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir að það komi fram í dómi að sérstakur saksóknari hafi brotið lög. Lögmaðurinn segir að lögbrot saksóknara hafi engar efnislegar afleiðingar, aðeins sé slegið á puttana á honum og hann beðinn um að láta af lögrotum.

Þetta sagði hann í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni á sunnudaginn.

Þá sagði Sigurður að Ólafur Þór Hauksson, sérsakur saksóknari, hafi ráðstafað, án nokkurra heimilda, eitt hundrað milljónum króna sem hald hafði verið lagt á, og afhent brotaþola peningana.  „Hann hafði enga heimild til þess, en hann afhenti Arionbanka, Landsbanka og slitastjórn Glitnis. Sigurður segir að þegar þetta var gert hafi ekki verið lagaheimild til þess, en hún sé í lögum í dag.

Sigurður sagði allt hafa mistekist sem sett hefur upp til að sinna einstaka málaflokkum, dómstól í fíkninefnamálum, benti á umræðu um skattadómstól og bætti við embætti sérstaks saksóknara. „Það er dæmt til að mistakast.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það er öruggt að það voru framin einhver brot.“

Meðfylgjandi er kafli úr viðtalinu og hér er sá hluti þáttarins þar sem þetta kom til tals.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: