- Advertisement -

Síðast þegar við keyrðu inn í kreppu…

Er ekki rétt nú, að gera kröfurnar fyrirfram?

Gunnar Smári skrifar:

Fyrir undirritun kjarasamninga í vor var evran 132,4 kr. Nú er evran komin í 145,3 kr. Krónan hefur fallið um 10% og er nú lægri en var í sumar, þegar leit út fyrir að fall krónunnar og verðbólga í kjölfar þess gætu grafið undan forsendum samningana. Með fyrirsjáanlegu högg á efnahagshorfur vegna kórónuveirunnar má allt eins búast við áframhaldandi falli krónunnar, fyrst og fremst vegna minni tekna af ferðamönnum. Hver verða viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar þá?

Síðast þegar við keyrðu inn í kreppu leiddi það til ógnargróða stórútgerðarinnar, fallandi króna leiddi til hærra afurðaverðs og fallandi innlends kostnaðar. Þá, eins og horfur eru á nú, bættist lækkandi olíuverð við.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Síðast þegar við keyrðu inn í kreppu leiddi það til gríðarlegrar eignasamþjöppunar, stærri fyrirtæki hreinsuðu upp þau smærri með aðstoð bankanna og fjársterkir aðilar keyptu upp íbúðarhúsnæði af fjölskyldum sem missti frá sér heimilin.

Síðast þegar við keyrðu inn í kreppu leiddi það til þess af yfir 10 þúsund fjölskyldur misstu heimili sín þar sem engar varnir voru í boði vegna hækkana verðbólgu á lán samhliða lækkun húsnæðisverðs né neitt skjól fyrir þau sem misstu atvinnu eða urðu fyrir alvarlegu tekjutapi vegna minni vinnu.

Síðast þegar við keyrðu inn í kreppu leiddi það til um 40% kaupmáttarskerðingu sem almenningur fékk ekki bætt.

Er verkalýðshreyfingin búin undir kreppu? Ætlar hún að gera kröfur um lagabreytingar fyrirfram, til að fyrirbyggja aukin ójöfnuð eða ætlar hún að koma eftir á með kröfur um leiðréttingar? Er ekki rétt nú, að gera kröfurnar fyrirfram?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: