- Advertisement -

Við erum á réttri leið

llt er þetta að raungerast, þökk sé framsýni verkalýðshreyfingarinnar.

Vilhjálmur Birgisson.

„Það verður bara að segjast alveg eins og er að þessi 0,5% lækkun stýrivaxta eru nokkuð ánægjuleg tíðindi og í anda þess sem við lögðum upp með þegar við gengum frá kjarasamningi í mars á síðasta ári,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og VFA.

„Enda lá fyrir að meginmarkmið okkar í síðustu kjarasamningum var að skapa skilyrði fyrir lækkun verðbólgu og vaxta og nú er ljóst að sá árangur er byrjaður að skila sér af fullum þunga. Verðbólga hefur lækkað úr tæpum 7% niður í 4,6% og stýrivextir hafa lækkað um 1,25 prósentustig frá undirritun.

Þessi nýjasta lækkun mun til dæmis þýða það ef hún skilar sér að fullu í lækkun á óverðtryggðum vöxtum til heimilanna að 50 milljóna króna húsnæðislán mun verða með 250.000 kr. lægri vaxtabyrði á ári eða sem nemur tæpu 21.000 á mánuði en til að hafa 21.000 kr. í ráðstöfunartekjur þarftu að hafa yfir 32.000 kr. í laun.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…hafa stýrivextir lækkað um 1,25%…

Eins og áður sagði hafa stýrivextir lækkað um 1,25% frá undirritun kjarasamninga og það þýðir að vaxtabyrði af 50 milljóna óverðtryggðu húsnæðisláni verður 625 þúsund minni vaxtabyrði á ári eða 52 þúsund á mánuði þegar lækkunin hefur skilað sér að fullu. Til að hafa 52 þúsund í ráðstöfunartekjur þarf launafólk að hafa 75 þúsund í launatekjur!

Já, við erum á réttri leið, klárlega enda var meginmarkmiðið að auka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með þremur þáttum, það er að segja launahækkunum, lækkun vaxta og verðbólgu og lagfæringu á tilfærslukerfunum. Allt er þetta að raungerast, þökk sé framsýni verkalýðshreyfingarinnar. En betur má ef duga skal og nú er mikilvægt að allir axli ábyrgð í að viðhalda áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: