- Advertisement -

Sigmundur Davíð forsætisráðherra: Er ekki á móti mosku í Reykjavík

Stjórnmál Framsóknarflokkurinn fékk meira fylgi, í kosningunum í gær, en hann hefur fengið í borgarstjórnarkosningum í fjörutíu ár.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, var gestur þáttarins Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. Hvernig skýrir hann fylgisaukninguna.

„Þær hafa lagt á sig mikla vinnu og hafa vakið mikla athygli. Þó eitt mál hafi verið mest áberandi í umræðunni þá hjálpaði þeim að hafa líka verið með sterkan ,málefnagrunn á öðrum sviðum.“

Hvað finnst þér um að borgin hafi úthlutað þessari lóð fyrir mosku?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég ætla ekki að blanda mér í hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. Skipulagslega get ég alveg skilið að menn geri athugasemdir við þetta. Þarna var gert ráð fyrir grænu svæði, á miðpunkti höfuðborgarsvæðisins. Og það er ekkert óeðlilegt að menn hafi skiptar skoðanir á um hvernig á að nýta slíkt svæði.“

Gefum okkur að þú værir kjósandi í Reykjavík og við kysum um hvort moskan fengi að rísa í Sogamýri, eða ekki, hvernig greiddir þú atklvæði?

„Ef staðan væri sú að menn væru að velta fyrir sér hvað ætti að gera við þetta svæði myndi ég styðja að þar yrði almenningsgarður, þetta er líka miðpunktur höfuðborgarsvæðisins.“

Að moska yrði þá byggði annarsstaðar eða ekki?

„Það er nóg af byggingarlandi í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“

Myndir þú vilja að moska yrði þá byggð annarsstaðar en þar sem rætt hefur verið um að hún rísi? Að hún verði byggð eða ekki.

„Ég hef fyrst og fremst skoðun á hvernig byggingar falla að umhverfinu, ekki hvað menn gera í byggingunum. Moskur, eða önnur hús, geta menn byggt ef þær falla vel að umhverfinu.“

Semsagt, þú gerir engar athugasemdir við að múslimir byggi sér bænahús?

„Nei.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: