- Advertisement -

Sigmundur Davíð: Vextir eru of háir

Efnahagsmál „Ég hef gagnrýnt bankann fyrir, sem og svo margir aðrir, að vextir hans séu óðeðliega háir miðað við aðstæður hér. Til dæmis miðað við að við höfum verið í höftum. Nú hefur þetta snúist við og menn óttast þenslu sem hefur áhrif á vaxtastigið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun, þegar rætt var um hvort krónan, eða sjálfstæð mynt, kosti ekki um of, meðal annars með háum vöxtum.

„Krónan er okkur alveg gríðarlega dýr. Við sjáum að íslenski Seðlabankinn er með hæstu stýrivexti í heimi, allavega hinum vestræna. Það kostar okkur mjög mikla peninga. Sex prósent vaxtamunur er mikill. Heimilin skulda um tvö þúsund milljarða og fyrirtækin í landinu um þrjú þúsund milljarða, þetta eru fimm þúsund milljarðar sem hvíla á hagkerfinu og það eru neytendur, og að einhverju leyti útflutningur, sem borga þetta. Að mestu neytendur. Sex prósent af fimm þúsund milljörðum er einfaldlega þrjú hundruð milljarðar. Í vaxtamuninn fer sem nemur einum þriðja af launaútgjöldum fyrirtækjanna í landinu. Svo er því haldi fram að við séum með meira fullveldi og sjálfstæði með því að gera þetta. Ég sé ekki mikið frelsi í þessu fyrir hönd minna félagsmanna,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, á sama vettvangi síðasta sunnudag.

„Vextir ráðast ekki bara af gjaldmiðlinum. Vextir ráðast af efnahagsástandi. Þess vegna eru vextir til dæmis mismunandi á milli evrulandanna,“ sagði Sigmundur Davíð. „Vextir eiga, ef Seðlabanki vinnur rétt sitt hlutverk, að stýrast af undirliggjandi efnahag.“

Og er Seðlabankinn Ísland s að vinna rétt sitt hltuverk?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég hef gagnrýnt bankann fyrir, sem og svo margir aðrir, að vextir hans séu óðeðliega háir miðað við aðstæður hér. Til dæmis miðað við að við höfum verið í höftum. Nú hefur þetta snúist við og menn óttast þenslu sem hefur áhrif á vaxtastigið.“

Forsætisráðherra segir stærð gjaldmiðilsins ekki ráða vaxtastiginu. Hann nefndi sænsku krónuna sem dæmi. „Þeim hefur tekist svo vel að sænska krónan býr við betri vaxtakjör en bandaríkjadollar og reyndar betri en flestra gjaldmiðla. Þrátt fyrir að vera með gjaldmiðil, sem telst lítill, þá tókst þeim með því að skapa trú á að þeir myndu viðhalda stöðugleikanum og halda í agann að gera gjaldmiðilinn að lágvaxtamynt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: