- Advertisement -

Sigmundur hefur rétt fyrir sér

Gunnar Smári skrifar:

Auðvitað hefur Sigmundur rétt fyrir sér; laun íslenskra ráðherra eru út úr öllu korti. Fram hefur komið að íslenskir ráðherrar séu með hæst launuðu stjórnmálafólki í heiminum ásamt íslenskum borgar- og bæjarstjórum. Pólitík á að vera fyrir fólk sem vill láta gott af sér leiða, ekki fólk sem sækist eftir hærri launum en það getur fengið annars staðar. Horfið yfir ríkisstjórnina og svarið eftirfarandi: Væri þetta fólk einhvers staðar með um og yfir tvær milljónir á mánuði, alla risnu greidda og bíl og bílstjóra að auki? Laun ráðherra og bæjarstjóra eiga að vera á pari við laun skólastjóra í grunnskóla og laun þingmanna á borð við yfirkennara. Allt umfram það er þjófnaður elítu sem kemst upp með að moka undir rassinn á sjálfum sér, allt þar til almenningur rís upp og varpar þessari byrði af sér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: