- Advertisement -

Sigurður Ingi fer með rangt mál

Gunnar Smári skrifar:

Þarna fer Sigurður Ingi með rangt mál; það er ekki góð reynsla af samvinnu ríkis og einkaaðila í byggingu og rekstri samgöngumannvirkja. Vissulega hrynja þau ekki öll yfir íbúanna, eins og brúin í Genúa, en það er alltaf dýrar fyrir almenning að hleypa gróðafyrirtækjum inn í innviðauppbyggingu og grunnkerfi samfélagsins; á endanum þarf almenningur að borga fyrir gróða einkafyrirtækjanna. Það eru engin dæmi þess að einkavæðing, útvistun eða svokölluð samvinnuverkefni opinberra og einkaaðila hafi verið hagfelldari almenningi en hreinn opinber rekstur.

Breska ríkisendurskoðunin kannaði fyrir skömmu um 700 slík verkefni og fann ekkert sem skilað hafi lægra verði eða betri þjónustu. Sum voru ekki mikið verri en opinber rekstur en meirihlutinn var miklum mun dýrari fyrir almenning. Sú hugmynd að einkafyrirtæki, sem fær lán á hærri vöxtum en ríkið, geti fjármagnað stórvirki á ódýrari hátt er ein af delluhugmyndum nýfrjálshyggjunnar, delluhugmynd sem er sett fram svo einkafyrirtæki geti dregið til sín hluta af skattfé með því að sýsla með það, hvort sem það eru beinir skattar eða gjaldtaka innan opinberrar þjónustu og innviða.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: