- Advertisement -

„Sigurður Ingi getur ekki setið áfram“

Atli Þór Fanndal.

Atli Þór Fanndal hjá Transparency samtökunum, sem berjast gegn spillingu, segir að Katrín hefði átt að þrýsta á afsögn Sigurðar Inga. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

„Það er of boðslega sorglegt að horfa upp á að pólitískt framlag Katrínar sé að nýta það traust sem hefur verið borið til hennar sem fjarvistarsönnun fyrir fúski og spillingu, að hún verji hegðun sem er ekki réttlætanleg,“ segir Atli.

Hann segir að kerfislægur rasismi viðgangist á Íslandi en sé álitinn svo léttvægur að jafnvel ráðherrar geti misstigið sig í galsanum.

„Sigurður Ingi getur ekki setið áfram,“ segir Atli. „Ef þetta á að þykja í lagi hefur þessi ríkisstjórn skapað draumaveröld fúskara og rasista,“ segir Atli sem kallar Katrínu til ábyrgðar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: