- Advertisement -

Sitja þeir við sama ríkisstjórnarborðið?

Stjórnmál Utanríkisráðherrann, Gunnar Bragi Sveinsson og sjávarútvegsráðherrann, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafa báðir sagt fulla einingu innan ríkisstjórnar Íslands um að við höldum ótrauð áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum og að við látum gagnaðgerðir þeirra ekki hafa nein áhrif þar á.

Þetta segja þeir þrátt fyrir mikinn þrýsting frá útveginum. En er einhugur í ríkisstjórninni?

BB GBS SIJ„Utanríkisráðherrann leggur fyrir ríkisstjórnina stöðumat og síðan tillögu í frarmhaldinu. Mér sýnist að hans tillaga að þessu sinni sé framlenging á viðskiptaþvingunum sem enn hefur ekki verið formlega tekin afstaða til…,“ sagði Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær.

Efast um viðskiptabann

„Það er enginn, og ekki heldur ég, sem telur að við eigum ekki að mótmæla með einum eða öðrum hætti framferði Rússa í Úkraínu. Við þurfum að láta alþjóðalög gilda og við höfum verið í samfloti með NATO og öðrum vestrænum ríkjum um að gera það. Það má hinsvegar velta fyrir sér hvort að þessi aðferðafræði sé árangursrík, skynsamleg og hvernig hún kemur við einstök lönd, einstakar greinar og einstök byggðalög. En það er að sjálfsögðu gagnákvörðun Rússa sem veldur því,“ sagði Sigurður Ingi í Sprengisandi á sunnudaginn.

Þar kom fram að hann er ekki sáttur við aðgerðirnar og efast um þýðingu þess að beita viðskiptaþvingunum. Í vikunni hefur hann vitnað til þess að samkomulag sé innan ríkisstjórnarinnar um að halda áfram. Þrátt fyrir hvað aðgerðirnar hafa og munu kosta.

Stórkostlegt hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga

En fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, að gefast upp og vill hann hætta aðgerðunum?

„„Nei, það er eins og margir séu að leita að klofningi í ríkisstjórninni um þessi mál og umræðan vill gjarnan fara út í það að sumir standi ekki með bandamönnum út af þessum málum. Það er bara alrangt. En það er hins vegar stórkostlegt hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga að vanda til verka þegar við tökum ákvörðun um upptöku viðskiptaþvingana sem að aðrir hafa samið án þess að við værum við borðið“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær.

En hefur ríkisstjórnin ekki samþykkt aðgerðirnar?

„Utanríkisráðherrann leggur fyrir ríkisstjórnina stöðumat og síðan tillögu í frarmhaldinu. Mér sýnist að hans tillaga að þessu sinni sé framlenging á viðskiptaþvingunum sem enn hefur ekki verið formlega tekin afstaða til en það skiptir auðvitað máli að menn velti fyrir sér þeim rökum sem bandamenn okkar tefla fram til rökstuðnings á framlengingu bannsins og það er í raun eina skynsamlega leiðin fyrir okkur og ræða það við þingið í leiðinni. Þetta verða menn að skoða eftir því sem aðstæðurnar breytast og málin þróast,“ sagði Bjarni í sama viðtali.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: