- Advertisement -

Sitja undir svívirðilegum aðdróttunum

Guðmundur Andri Thorsson.
Fjölmiðlar gegna meginhlutverki í samfélaginu við að miðla upplýsingum og þekkingu og segja frá.

„Ísland er nú í 15. sæti lista samtakanna Blaðamenn án landamæra yfir þau lönd þar sem mest fjölmiðlafrelsi ríkir. Noregur, Danmörk og Svíþjóð eru í þremur efstu sætunum á þessum lista og sú var tíð að við nutum þess heiðurs að vera þarna efst. Við þekkjum öll ástæður þess að sigið hefur á ógæfuhliðina. Ef blaðamaður skrifar frétt samkvæmt þrautreyndum og fagmannlegum aðferðum sinnar stéttar eins og þær hafa þróast í áranna rás og eru almennt viðurkenndar í opnum lýðræðisríkjum, og sú frétt kemur fjársterkum aðila af einhverjum ástæðum illa, þá getur blaðamaður átt von á því að fá lögsókn með tilheyrandi óþægindum og fjárútlátum. Hann getur meira að segja, eins og dæmin sanna, átt von á því að lenda í yfirheyrslu lögreglunnar eða, eins og dæmin sanna líka, sitja undir svívirðilegum aðdróttun. Þetta er óviðunandi, herra forseti. Það verður að tryggja blaðamönnum öruggara starfsumhverfi og finna leiðir til að girða fyrir tilhæfulausar málsóknir,“ sagði Guðmundur Andri Thorsson á Alþingi í gær, þegar rædd var bágbprin staða blaðmanna og fjölmiðla.

„Annað áhyggjuefni er að veruleg fækkun hefur orðið á seinni árum í stétt blaðamanna. Það kemur fram í samantekt í Kjarnanum frá árinu 2021, sem byggir á gögnum frá Hagstofunni, að árið 2013 hafi 2.238 starfað við blaðamennsku, en þegar greinin var skrifuð 2021 voru þeir 876.

Fjölmiðlar gegna meginhlutverki í samfélaginu við að miðla upplýsingum og þekkingu og segja frá. Þeir eru grunnstoð lýðræðisins og laga- og starfsumhverfi blaðamanna verður að endurspegla það.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: