- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkinn hefur rekið af leið

„Mál­efni hæl­is­leit­enda eru

á for­ræði Sjálf­stæðis­flokks­ins.“

Einar Hálfdánarson.

Einar Hálfdánarson, félagi í Sjálfstæðisflokknum, er ekki á eitt sáttur með flokkinn sinn.

„Lengst­um var það svo að hug­takið óstjórn og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn voru and­heiti. Óstjórn leiðst hrein­lega ekki á vakt Sjálf­stæðis­flokks­ins. Ábyrgð, stjórn­festa, rétt­læti og heil­brigð skyn­semi voru aðals­merki stjórn­ar­hátta flokks­ins. Flokk­ur­inn er hug­sjóna­flokk­ur og ásæl­ist ekki völd vald­anna vegna held­ur til að koma góðu til leiðar fyr­ir fólkið í land­inu. Skamm­sýn­ar lausn­ir, að ekki sé talað um hrein­ar vinstri­lausn­ir sem aldrei stand­ast skyn­sem­is­prófið, voru eit­ur í bein­um okk­ar. Fjarað hef­ur und­an grunnstoðunum í stefnu flokks­ins. Flokk­inn hef­ur rekið af leið,“ segir í nýrri Moggagrein Einars.

„Mál­efni hæl­is­leit­enda eru á for­ræði Sjálf­stæðis­flokks­ins. Fjár­aust­ur­inn í þann mála­flokk mun nema tug­um millj­arða á ári inn­an fárra ára. Eng­in yf­ir­sýn er yfir fjár­muni sem renna til þessa,“ skrifar Einar. 

Davíð Þorláksson.

„Meðal þess sem mál­efna­nefnd­in vildi gera var að styrkja ráðherr­ann til að halda hér uppi landa­mæra­vörslu. Pírat­ar, inn­an við 10% lands­manna, fá því ráðið að hér vant­ar laga­ákvæði sem tryggja að þeir sem ekki eiga rétt á vernd séu flutt­ir héðan án taf­ar; séu ekki á fram­færi hins op­in­bera lang­tím­um sam­an með millj­arða kostnaði sem því fylg­ir. Lýðræði pírata snýst nefni­lega um að þeir ráði hvað sem úr­slit­um kosn­inga líður. Við málþófstaktík pírata eru ein­föld ráð sem duga og mál­efna­nefnd­in vildi und­ir­strika,“ segir í grein Einars, sem er faðir Diljáar Mistar þingkonu Sjálfstæðisflokksins.

„Það er nefni­lega svo að við þær aðstæður sem ríkja á Íslandi, að hingað flykk­ist fólk sem ekki á rétt á alþjóðlegri vernd og mis­not­ar vernd­ar­kerfið, þá hafa lönd­in rétt til að stöðva straum­inn. Þetta hafa t.d. Sví­ar og Dan­ir gert og það við langt­um betri aðstæður en hér eru nú að þessu leyti. Mál­efna­nefnd­in lagði því m.a. til að komið yrði á for­skrán­ingu flug­f­arþega sem hingað koma. Að auki yrði komið á tíma­bund­inni vega­bréfa­skyldu að fyr­ir­mynd frændþjóða okk­ar. Hvort tveggja er okk­ur heim­ilt og er í sam­ræmi við EES-samn­ing­inn og aðrar alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar Íslands. Ráðherra hef­ur það vald sem til þarf ef hann bara vill. Hvorki Davíð né Ingvar S. Birg­is­son aðstoðarmaður dóms­málaráðherra sem lögðust gegn þessu rök­studdu and­stöðu sína. Fróðlegt væri að heyra rök­in þótt seint sé nú þegar 500 manns komu hingað í síðasta mánuði að sækja um vernd. Ein­ung­is þriðjung­ur þeirra var frá Úkraínu þar sem neyðin er átak­an­leg,“ segir meðal annars í greininni, sem nokkru lengi en sá hluti sem hér er birtist.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: