- Advertisement -

Sjálfstæðisflokknum verði gefið Silfrið

Gunnar Smári.

Gunnar Smári skrifar: Í Silfrinu var niðurstaða umræðu um verkalýðsfélögin að fyrirtækjaeigendur í Samtökum atvinnulífsins bæru hag launafólks fyrir brjósti en ekki róttækari hluti verkalýðshreyfingarinnar. Sem stjórnandi kallaði „þetta fólk“ með vanabundnum fyrirlitningartón gagnvart hagsmunabaráttu hinna lakar settu. Þegar Lenya Rún benti á reynslu og sterkt umboð Ragnars Þórs og Sólveigar Önnu var snarlega gripið fram í fyrir henni af þingmanni Kjörís með annarri ræðu gegn forystufólki verkalýðsins. Og reyndar líka um talsmáta og vanvirðingu fólks (sem var skrítið af þeim sem grípur frammí og talar yfir sjónarmið annarra), þingkonan vildi kenna Ragnari og Sólveigu um ruddalegan talsmáta æsku þessa lands. Og þáttastjórnandi tók undir með „akkúrat“.

Af 12 mínútna umræðu um verkalýðshreyfinguna fékk sú sem ekki vildi fordæma Ragnar og Sólveigu að tala í eina mínútu.Ég hef lagt það áður til, og ítreka aftur, að Sjálfstæðisflokknum verði gefið Silfrið. Flokkurinn getur sent það út frá Valhöll. Það er til skammar að skattfé launafólks sé varið í þann linnulausa áróður gegn verkalýðs- og réttindabaráttu almennings sem stundaður er í þessum þætti, þetta millistéttardæs yfir hvað verkalýðsbaráttan er ólekker.

Ég hef lagt það áður til, og ítreka aftur, að Sjálfstæðisflokknum verði gefið Silfrið. Flokkurinn getur sent það út frá Valhöll. Það er til skammar að skattfé launafólks sé varið í þann linnulausa áróður gegn verkalýðs- og réttindabaráttu almennings sem stundaður er í þessum þætti, þetta millistéttardæs yfir hvað verkalýðsbaráttan er ólekker.



Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: