- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn er í klemmu

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, skrifaði:

Flokkurinn ástundar nú vinnubrögð á Alþingi sem geta vart talist annað en aðför að þingræðinu með því að misnota þingsköp og koma þannig í veg fyrir að vilji meirihluta þingsins nái fram að ganga. Andlýðræðisleg vinnubrögð eru auðvitað ekki neitt sem borgaralegir flokkar geta skreytt sig með.

Það er merkilegt að hlusta á þingmenn Sjálfstæðisflokksins kalla stjórnarmeirihlutann; viðvaninga, óvandaða, ástunda ólýðræðisleg vinnubrögð – á sama tíma og þeir óska eftir að mál ríkisstjórnarinnar séu tekin af eða sett á dagskrá eftir þeirra höfði.

Hrokinn og yfirlætið í þingmönnum Sjálfstæðisflokksins á sér ekki takmörk og í orðum þeirra felst að Sjálfstæðismenn einir kunni og eigi að stjórna Íslandi. Þeir geti þetta og eigi þetta. Það er nú öll lýðræðisástin í flokki sem í áratugi gagnrýndi ráðstjórnarríkin og boðaði borgaralegt lýðræði. Nú á ráðstjórn Sjálfstæðisflokkins ein að stjórna Íslandi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: