Þingmennirnir hafa því einnig reynt að málinu áfram með þeirra flokkur og þeirra maður, Bjarni Ben, lék lykilhlutverk í að svæfa mál samflokksfólksins.
-sme
„Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013. Ásamt mér eru flutningsmenn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem flutti upphaflega þetta mál og samdi, Diljá Mist Einarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Jón Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Þetta frumvarp er nú flutt í 11. sinn og var síðast lagt fram á 155. löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu sem fyrr. Ég hef trú á því að það gangi mun betur núna og kem betur inn á það aðeins á eftir. Umsagnir sem borist hafa um málið hafa almennt verið jákvæðar gagnvart efni frumvarpsins og breytingum þess á fyrirkomulagi stimpilgjalda,“ sagði Vilhjálmur Árnason ritari Sjalfstæðisflokksins.
Þingmennirnir hafa því einnig reynt að málinu áfram með þeirra flokkur og þeirra maður, Bjarni Ben, lék lykilhlutverk í að svæfa mál samflokksfólksins.
Vilhjálmur sagði: „Með frumvarpinu er lagt til að stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði verði afnumið. Sama gildi um kaup einstaklinga á lögbýli líkt og hugtakið er skilgreint í 7. mgr. 2. gr. jarðalaga, nr. 81/2004. Einstaklingum ber nú almennt að greiða 0,8% stimpilgjald vegna kaupa á íbúðarhúsnæði en þó er veittur helmingsafsláttur þegar um fyrstu kaup er að ræða. Verði frumvarpið að lögum mun gjaldið falla alfarið niður vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og lögbýlum og undanþágan verður ekki bundin við fyrstu kaup.
…tek ég heils hugar undir þá góðu umræðu.
Ég vil taka fram að þetta hefur bæst við í eitt af þessum skiptum sem málið hefur verið flutt, þetta með lögbýli sem er mjög mikilvægt. Hér á undan þessu máli var einmitt mikil umræða um jarðamál og landbúnað og annað slíkt og það er mjög mikilvægt að lögbýli falli undir þetta til þess að hjálpa nýliðun í landbúnaði og ungu fólki að komast inn í landbúnaðinn, á bújarðirnar og nýta þær betur eins og var til umræðu áðan og tek ég heils hugar undir þá góðu umræðu.
Markmið frumvarpsins eru að auðvelda fólki að afla sér íbúðarhúsnæðis eða hefja landbúnað og auka skilvirkni og flæði á markaði með íbúðarhúsnæði. Mikil þörf er á að auðvelda fólki eins og frekast er unnt að eignast íbúðarhúsnæði, einkum við aðstæður á borð við þær sem nú ríkja á húsnæðismarkaði. Þá eru stimpilgjöld orðin úrelt skattheimta sem hefur takmörkuð áhrif á ríkissjóð. Þegar gildandi lög um stimpilgjöld voru samþykkt á Alþingi kom m.a. fram í áliti efnahags- og viðskiptanefndar:
„Standa vonir nefndarinnar til þess að frumvarpið verði fyrsta skrefið af mörgum í lækkun stimpilgjalda sem á endanum muni leiða til afnáms þeirra.“
Þáverandi efnahags- og viðskiptanefnd lagði til þá breytingu að helmingsafsláttur yrði veittur af gjaldinu vegna fyrstu fasteignakaupa eins og við þekkjum og hefur það komið sér vel fyrir fyrstu íbúðarkaupendur. Nú þegar bráðum áratugur er liðinn frá samþykkt gildandi laga um stimpilgjald þykir rétt að halda áfram þeirri vegferð sem þá var lagt upp í um afnám stimpilgjalds vegna fasteignakaupa til fulls.
…eða barnafjölskyldur sem þurfa stærra húsnæði.
Sýnt þykir að stimpilgjald hækki viðskiptakostnað á fasteignamarkaði, dragi úr framboði og rýri hlut kaupenda og seljenda. Þá benda rannsóknir til þess að stimpilgjald hafi skaðlegri áhrif á velferð en aðrar tegundir skattheimtu. Af framangreindu má ætla að afnám stimpilgjalds af fasteignaviðskiptum muni auðvelda verðmyndun á húsnæðismarkaði með tilheyrandi aukningu á framboði sem hefur verið með minnsta móti undanfarin ár. Þá er afnám stimpilgjalds vegna fasteignakaupa til þess fallið að minnka kostnað fyrir heimili við að skipta um húsnæði, hvort sem er fyrir eldra fólk sem vill minnka við sig eða barnafjölskyldur sem þurfa stærra húsnæði.
Við könnumst öll við það þegar ungt fólk hefur verið að safna sér lengi fyrir íbúð og loksins þegar það er búið að finna íbúðina, ná að safna og rétt ná að kaupa íbúðina þá fær það þennan háa kostnað í bakið, líka ungt fjölskyldufólk sem er búið að kaupa fyrstu íbúð, búið að fá helmingsafsláttinn, en svo eignast það börn og þarf að stækka við sig, kominn meiri kostnaður inn á heimilið vegna stækkandi fjölskyldu og þá á að reyna að nýta það svigrúm sem til er til að stækka við sig. Það er bara gerð krafa um að börnum séu búnar góðar aðstæður, herbergi með glugga og ýmislegt, það er bara ein af mælingunum á fátækt og slíkt. Þannig að þegar fólk er að stækka við sig þá fær það kannski hálfa milljón eða meira í hausinn, þegar það er búið að taka kauptilboðinu og það á að fara að ganga frá kaupum þá kemur ríkið og biður um þetta í skatt. Það er enginn kostnaður sem ríkið verður fyrir af þessum viðskiptum. Þetta er allt orðið rafrænt og bara farið að ganga vel fyrir sig. Þetta er gríðarlega mikilvægt, líka fyrir eldra fólk sem er komið á lægri tekjur og vill fara að minnka við sig. Ég held að þetta geti skapað mjög góða og eðlilega hreyfingu á fasteignamarkaði þannig að eldra fólk geti farið í minni íbúðir og stækkandi fjölskyldur geti tekið við íbúðunum þeirra, þetta gefur eðlilega hreyfingu.
Við gerðum breytingu hér 2014, minnir mig, um það leyti, en mjög fljótlega eftir að ný ríkisstjórn tók við 2013 var farið í að gera breytingar á stimpilgjöldunum þannig að stimpilgjöld af lánsskjölum voru afnumin. Það var gríðarlega góð breyting sem hefur haft í för með sér samkeppni á lánamarkaði þannig að nú eru einstaklingar ekki jafn bundnir einu lánaformi eða einum viðskiptabanka eða lánastofnun. Þeir geta farið í skuldbreytingu, látið keppa um að lána sér og breytt láni eftir aðstæðum án þess að hafa mikinn kostnað. Þetta var alveg gríðarlega mikilvæg breyting á sínum tíma sem hefur skilað sér vel. En núna viljum við ganga alla leið og taka stimpilgjöldin alveg af þessum viðskiptum.
…það er sama hvaðan gott kemur.
Ég kom inn á það hér áðan að nú væri ég mun bjartsýnni á að þetta mál næði fram að ganga því að flokkur hæstv. fjármálaráðherra, Viðreisn, kom nefnilega í eitt skipti þegar ég lagði þetta mál fram hér í þinginu með annað mál til að trompa mig, um að fella niður bara öll stimpilgjöld, hvort sem það væri við kaup á skipi eða eitthvað annað, bara öll stimpilgjöld sem eru tekin í dag. Hér erum við aðallega að fjalla um íbúðarhúsnæði og lögbýli. Það var Viðreisn sem lagði þetta fram þannig að ég vona bara að stjórnarflokkurinn, Viðreisn, komi af fullum þunga með okkur í að klára þetta mál og ekki ætla ég að gera athugasemdir við að trompa okkur aftur og fella bara öll stimpilgjöld niður. Ég myndi bara styðja við það og fagna því, það er sama hvaðan gott kemur.
Einnig lýsti ég því yfir síðast þegar ég var spurður um þetta mál og af hverju við hefðum ekki klárað þetta, nú hefðum við verið í ríkisstjórn, að því miður þá hefðum við alþingismenn aðeins minni áhrif á svona mál en þeir sem sitja við kjarasamningaborðið. Við höfum bara ekki setið þar. En öll svona mál sem koma að húsnæðismarkaðnum undanfarið hafa svolítið mikið verið ákveðin í kjölfar kjarasamninga. Ef kjarasamningar nást þurfa stjórnvöld að skuldbinda sig. Þá hafa stimpilgjöldin bara ekki fengið að vera þar með, það er svolítið þannig að bolmagn ríkisins og þær áherslur sem ríkið hefur þurft að setja hafa tengst því. Þá kom nú hv. þm. Ragnar Þór Ingólfsson og sagði að sem betur fer hefðu þingmenn ekki setið við kjarasamningaborðið, en hann væri sammála málinu. Nú er hv. þingmaður formaður fjárlaganefndar og situr með mér í hv. efnahags- og viðskiptanefnd þannig að ég hef fulla trú á því að fá þann góða stuðning þar og að verkalýðsfélögin taki undir þetta með okkur og ræði þetta ef þau geta það og mæli með þessu núna í meðferð þingsins. Hér eru verkalýðsleiðtogar og fyrrum flutningsmenn að frumvarpi sem gengur lengra þannig að ég bara vona að við fáum hraða og góða meðferð á þessu góða máli í gegnum Alþingi núna og bætum hag þjóðarinnar og sérstaklega hag ungs fjölskyldufólks, hvort sem það er að kaupa íbúð í fyrsta sinn eða stækka við sig, og okkar heldra fólks, þess góða fólks sem vill breyta um og fara í íbúðarhúsnæði við hæfi, hvort sem það er minna, á einni hæð eða hvernig sem það getur verið.
Ég held að þetta skipti mjög miklu máli og sé ekki hvernig þetta ætti að geta haft einhver stórvægileg áhrif á ríkissjóð nema til góðs, að fá heilbrigðari fasteignamarkað. Ég tel þetta vera það gott mál að við ættum að geta sameinast um að klára það núna í eitt skipti fyrir öll og ég treysti á þingheim með mér í því. Ég bíð spenntur eftir að sjá hvort málið hljóti ekki gott veður hér í meðförum þingsins.“