- Advertisement -

Sjötíu króna verðmunur – sama vara

Kópavogur á efri myndinni og Spánn á þeirri neðri.

Keypti dísil á bílinn rétt í þessu. 227 krónur og sextíu aura kostaði lítrinn takk fyrir. Fyrir níu dögum keypti ég dísil á bíl á Spáni. 1,149 evru kostaði lítrinn þar. Munurinn rúmar 70 krónur. Fyrir það fólk sem alltaf spyr hver meðallaun á Spáni séu vil ég taka fram að ég hef ekki hugmynd um það og er ekki að skrifa um það. Áhugasamir afla sér bara upplýsinga um það sjálfir. Ég veit ekki hversu iðnir Spánverjar eru að skattleggja eldsneyti. Nánast á öllu er mikill verðmunur, hér og á Spáni. Áður en ég fór á bensínstöðina áðan hitti ég mann sem sagðist vera á Spáni í sex til átta mánuði á ári. Þannig eigi hann afgang af ellilaununum. 227 krónur er hátt verð. Samt er hver lítri margfalt ódýrari en Gvendarbrunnavatn þar sem það kostar allt að 390 krónum hálfur lítri. Olíunni er dælt úr jörðu hinum megin á jörðinni, unnin og hreinsuð og svo siglt með hana alla leið til Íslands og skattlögð í spað. Samt er hún margfalt ódýrari en kranavatnið sem rennur bara úr jörðu.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: