- Advertisement -

Skaði af breyttri stjórn Seðlabankans

Þær eru því miður ekki til bóta, koma seint og eru „útþynntar,“ karakterlausar, bitlausar.

Ragnar Önundarson skrifar:

Með nýjum lögum um Seðlabankann er dregið úr völdum (og þar með ábyrgð) einstakra embættismanna bankans, þmt. bankastjórans, og þess í stað sett upp kerfi fyrir hópákvarðanir nefnda. Þær eru því miður ekki til bóta, koma seint og eru „útþynntar“, karakterlausar, bitlausar. Hópákvörðun þarfnast æ meiri upplýsinga, þar með frestunar og eykur skriffinnsku.

Réttarreglan „allur vafi sökunaut í vil“ á heima fyrir dómstólunum, en mun ganga ljósum logum innan bankans á næstu árum og jafnvel skaða hagstjórnina.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: