- Advertisement -

Skaðvaldurinn Bjarni Ben

Saga Íbúðalánasjóðs er sorgleg og varð þjóðinni dýrkeypt.

Þetta voru meiri snillingarnir, eða hitt þó heldur.

„Það er engin lausn að ríkið reyni að koma þessu tjóni yfir á lífeyrissjóðina sem eru í eigu skattgreiðenda, tjónið er hið sama. En með því að reyna að víkjast undan ábyrgð sinni með því að breyta skilmálum bréfanna eftir á er mikil hætta að yfirvöld búi til aukalegt tjón sem mun nema jafnvel tugum milljarða í framtíðinni. Tjón sem felst í því að traust til ríkisins sem skuldara skaðast sem mun leiða til verri lánskjara þess og þar með hærri fjármagnskostnaðar. Yfirlýsingar stjórnvalda undanfarna daga eru því stórhættulegar og kannski hafa þær þegar valdið skaða. Saga Íbúðalánasjóðs er sorgleg og varð þjóðinni dýrkeypt. Ferlið í heild verður enn sorglegra ef enn á ný verða teknar ákvarðanir sem valda þjóðinni enn frekara tjóni,“ segir Jón Þorvaldur Heiðarsson hagfræðingur við Háskólann á Akureyri.

Í Fréttablaðinu segir einnig: “Fjármálaráðherra hyggst neyða lífeyrissjóðina, sem eru taldir eiga 70-75 prósent af kröfum í ÍL-sjóð, til að ganga til samninga við ríkið um uppgjör þessara krafna með afföllum. Sá galli er á gjöf Njarðar að lífeyrissjóðunum er óheimilt að gefa eftir kröfur sem eru innheimtanlegar. Ríkisábyrgð er á skuldum ÍL-sjóðs og neiti lífeyrissjóðirnir að semja um afföll þyrfti að aflétta ábyrgð ríkisins á skuldunum með lagasetningu, sem sumir lögspekingar telja óvíst að stæðist fyrir dómi.”

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eins og skýrt hefur komið fram hjá Þóreyju S. Þórisdóttur, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða, kemur þetta ekki til greina, enda hafa lífeyrissjóðir ekki heimild til að gefa eftir innheimtanlegar kröfur.

Það þarf að ekki að staldra lengi við. Lífeyrissjóðirnir mega ekki og geta ekki gefið eignir sínar eftir. Bjarni verður að fatta það. Ef hann gerir það ekki þarf eitthvað af hans fólki að setjast niður með honum og leiða honum það fyrir sjónir.

“Að sögn fjármálaráðherra eru þrír möguleikar í stöðunni.

Í fyrsta lagi getur ríkið lagt ÍL-sjóði til fjármuni til að greiða af skuldum til 2044. Það væri í samræmi við skilmála skuldabréfanna og ríkisábyrgðina.

Í öðru lagi telur fjármálaráðherra að hægt sé að slíta ÍL-sjóði. Til þess þyrfti lagasetningu sem jafnframt þyrfti að ógilda ríkisábyrgðina til að draga úr skuldbindingum ríkisins. Dómstólar gætu verið farartálmi á þessari leið ríkisins.

Þriðji kosturinn er að gera samkomulag við skuldabréfaeigendur um uppgjör sem hefði í för með sér eftirgjöf af hálfu þeirra. Eins og skýrt hefur komið fram hjá Þóreyju S. Þórisdóttur, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða, kemur þetta ekki til greina, enda hafa lífeyrissjóðir ekki heimild til að gefa eftir innheimtanlegar kröfur.

Það verður ekki skýrara, Bjarni er út í móa. Því hefur hann enga þrjá kosti. Það hlaut að koma að því að þjóðin fengi högg vegna ákvarðana stjórnmálamanna. Þetta er nú meira mojið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: