- Advertisement -

Skammarleg staða velsældarríkisins Íslands

Stjórnvöld vilja ekki horfa í spegil.

„Það er til skammar, virðulegi forseti, að velsældarríki eins og Ísland geti ekki sýnt óyggjandi fram á að það virði mannréttindi borgara sinna, sér í lagi félagsleg réttindi borgara sinna. Þau eru prógressíf að því leyti að það þarf alltaf að reyna að gera betur,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í þingræðu.

„Ríki eins og okkar ættu ekki eiga í neinum vandræðum með að gera það, bara alls ekki neinum. Samt þurfa öryrkjar að slást fyrir hverri einustu smánarkjarabót sem þeir fá. Mér finnst það ekki ásættanlegt. Mér finnst það ekki standast skuldbindingar okkar gagnvart almenningi á Íslandi, þá sér í lagi öryrkjum, að vera ekki búin að gera betur núna en raun ber vitni. Mögulega skýrir þetta tregðu meiri hlutans gagnvart því að samþykkja bókun þess efnis að við föllumst á lögsögu nefndar um félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi vegna þess að við viljum ekki fá áfellisdóm frá nefndinni sem hefur túlkunarvald yfir þessum samningi. Hún hefur að sönnu ekki lagalegt úrskurðarvald eða einhvers konar dómstólavald en við viljum ekki fá áfellisdóminn þaðan um að við stöndum ekki við okkar skuldbindingar gagnvart samningnum. Ég held að það gæti vel skýrt tregðuna, skýrt það að tillaga okkar Pírata um að við göngumst við valfrjálsri bókun um að hafa aðgang að þessari nefnd hafi ekki fengið framgang til þessa. Stjórnvöld vilja ekki horfa í spegil.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: