- Advertisement -

Skattakló ríkisins á eldri borgara

Það sama gild­ir um sér­eign­ar­sparnað…

Las Velvakanda í Mogganum í morgun. Ómar G. Jónsson skrifaði:

Með sanni sýn­ir ríkið skattaklóna varðandi eldri borg­ara út lífs­hlaupið.

Við smá­hækk­un á lág­um líf­eyri frá VR 2021 kom TR fram nokkru síðar með kröfu um end­ur­greiðslu á svipaðri upp­hæð sem búið var að greiða af skatta og skyld­ur. Hækk­un­in rann því að mestu til rík­is og sveit­ar­fé­laga. Er eðli­legt að ríki og sveit­ar­fé­lög skatt­leggi eldri borg­ara að fullu út lífið, þ.e. eins og fólk í fullri vinnu á besta aldri? Það sama gild­ir um sér­eign­ar­sparnað á meðan yngra fólk fær vissa út­tekt skatt­fría við fyrstu íbúðar­kaup, sem er hið ágæt­asta mál. Hvar eru þessi mál stödd hjá FEB? Að hundelta eldri borg­ara skatta­lega út lífs­hlaupið er vart ásætt­an­legt, fólk sem búið er að leggja mikið til sam­fé­lags­ins í ára­tugi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fram­an­greinda þætti þarf að end­ur­skoða sem myndi skila sér til baka með ýms­um hætti, t.d. meiri lífs­ánægju og betra heilsu­fari eldri borg­ara.

Þarf meiri ábend­ingu til fyr­ir rík­is­valdið og sveit­ar­fé­lög að leiðrétta þetta órétt­læti?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: