- Advertisement -

Skattastefnan verður sífellt ósanngjarnari

Þuríður Harpa fagnar skýrlu þeirra félaga.

„Vandaðar tillögur, sem kosta ríkissjóð lítið en skila lægstu tekjuhópum verulegri kjarabót í formi t.d. skattalækkana,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins, um skýrslu þeirra Indriða H. Þorlákssonar og Stefáns Ólafssonar til breytinga á skattkerfinu.

„Skattaálögur á lægstu og millitekjuhópa hafa hækkað langt umfram þær skattaálögur sem fólk í efstu tekjuhópum þarf að bera og fólk sem aðeins sýslar við peningana sína ber minnstar álögur þar sem fjármagnstekjuskattur er langt undir því sem Norðurlöndin hafa,“ segir hún.

„Það er augljóst að skattastefna stjórnvalda er alltaf að verða ósanngjarnari í garð þeirra sem lægstar tekjur hafa. Ég fagna því nýútkominni skýrslu sem kveður á um mun réttlátara skattkerfi og þakka þeim sem að henni stóðu,“ eru lokaorð hennar.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: