- Advertisement -

Skerðingar öryrkja hafa aukist um sex milljarða

Hversu lengi eiga öryrkjar að éta það sem úti frýs?

„Hver pakkinn af öðrum kemur frá ríkisstjórninni í Covid-málinu. Einn pakki hefur komið fyrir aldraða og öryrkja, þáttaröðin endalausa, Hungurleikarnir. Hversu lengi eiga þeir að éta það sem úti frýs?“

Þetta sagði Guðmundur Ingi Kristinsson á Alþingi í gær.

„Á sama tíma og þetta er hefur ríkisstjórnin lofað 20.000 kr. eingreiðslu, ekki í síðasta mánuði, ekki um næstu mánaðamót heldur 1. júní. Þangað til skulu öryrkjar herða sultarólina. Á sama tíma hefur aukning í skerðingum hjá öryrkjum farið úr 10 milljörðum 2015 í 16 milljarða 2019, 60%. 16 milljarðar eru skertir en Öryrkjabandalagið biður ráðherra um svör og fær engin. Við skulum átta okkur á því að það var frétt úr einu hverfi í Bretlandi þar sem var úthlutað 250 matarpökkum á viku. Í dag þurfa Bretar að úthluta 250 matarpökkum á dag,“ sagði hann.

„Hvernig er staðan á Íslandi? Fjölskylduhjálp Íslands gaf út að hún ætlaði að gefa þeim mat sem búa í póstnúmeri 101–116, skipta hverfunum niður. Hvers vegna? Vegna þess að hún getur ekki úthlutað fleirum mataraðstoð, ástandið er orðið það slæmt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: