- Advertisement -

Skert starfsemi ef ríkið stendur ekki við sitt

Ef ríkið tekur ekki þátt í fjármögnun á VIRK eins og lög kveða á um og samningar gera ráð fyrir mun VIRK ekki geta tekið við einstaklingum í þjónustu á árinu 2015 sem ekki er greitt af í sjóðinn. Það felur í sér að ekki verður lengur fyrir hendi eitt heildarkerfi atvinnutengdrar starfsendurhæfingar með jöfnum aðgangi fyrir alla einstaklinga sem þurfa á þjónustunni að halda.

Þetta kemur fram í máli Vigdíar Jónsdóttur, framkvæmdastjóri VIRK, í erindi hennar á fundi með fulltrúum launamanna og atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða þar sem farið var yfir ávinning af starfi VIRK. Í nýlegri athugun kom fram að um 10 milljarða króna ávinningur hafi verið af starfseminni árið 2013 og ábatinn af starfseminni skili sér bæði til Tryggingastofnunar, lífeyrissjóða og ríkisins í formi aukinna skatttekna. Ofan á þetta bætist síðan ábati einstaklingsins.

Um 50% fleiri einstaklingar leituðu til VIRK á árinu 2013 samanborið við 2012 og allt bendir til þess að um 1900 nýir einstaklingar komi inn í þjónustu á þessu ári.  Aukningin er mest í hópi þeirra einstaklinga sem hafa verið án atvinnu í langan tíma eða hafa brotna vinnumarkaðssögu.

VIRK mótar, samþættir og hefur eftirlit með þjónustu á sviði starfsendurhæfingar sem miðar markvisst að atvinnuþátttöku einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá nánar á síðu VIRK.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: