- Advertisement -

Skrípaleikurinn á Alþingi

„All­ar góðu hug­mynd­irn­ar fara bara ofan í skúffu meiri­hlut­ans.“

Björn Leví Gunnarsson skrifar grein í Mogga dagsins. Þar greinir hann hluta af störfum Alþingis. Niðurstaða þingmannsins er meðal annars þessi:

„Í dag komst ég að því, til dæm­is, að stór hluti vinn­unn­ar minn­ar snýst um að gera ekki neitt. Ekki þeirr­ar vinnu sem ég geri, held­ur þess hvernig vinnustaður­inn minn virðist skipu­lagður. Á Alþingi leggj­um við fram alls kon­ar mál. Ræðum allt á milli him­ins og jarðar. Við vilj­um gera allt bet­ur og gera allt betra. Svo deyr það í nefnd.“

En hvers vegna?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það er nefni­lega skrítið mark­mið að ör­lög lang­flestra allra hinna merki­legu, og ómerki­legu, mála sem lögð eru fram á lög­gjaf­arþing­inu okk­ar eru að enda ævi sína í nefnd. Nefnd­ar­vinn­an, þar sem allt góða starfið á að fara fram ólíkt því sem alþjóð sér í ræðustól Alþing­is, er hul­in ákveðnum leynd­ar­hjúp. Þar ger­ist al­vöru póli­tík­in. Ekki upp­byggi­lega póli­tík­in eða rök­ræður um kosti og galla. Þar eru ekki heim­speki­leg­ar umræður um grund­vall­ar­lög­mál vel­ferðarsam­fé­lags­ins. Inn í nefnd­irn­ar koma mál, fá um­sagn­ir, kannski koma meira að segja gest­ir og kynna um­sögn sína og svara spurn­ing­um nefnd­ar­manna. Svo, í lang­flest­um til­fell­um, ger­ist ekk­ert meira. All­ar góðu hug­mynd­irn­ar fara bara ofan í skúffu meiri­hlut­ans þangað til næsta þing byrj­ar og ná­kvæm­lega sami skrípaleik­ur end­ur­tek­ur sig.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: