- Advertisement -

Skýrsla Ríkisendurskoðunar er ekki heilbrigðisvottorð yfir Bjarna Ben

„Við getum ekkert skroppið í jólafrí án þess að koma þessum málum í viðeigandi farveg.“

„Atburðarásin hefur verið nokkurn veginn svona: Hæstvirtur fjármálaráðherra biður Ríkisendurskoðun um að framkvæma úttekt á bankasölu. Ríkisendurskoðandi fellst á það og skilar frekar svartri skýrslu sem fjallar auðvitað bara um þau afmörkuðu atriði sem starfssvið stofnunarinnar nær til samkvæmt lögum. Það sem gerist svo er að hæstvirtur ráðherra mætir til leiks, veifar þessari úttekt og reynir að telja þjóðinni trú um að plaggið sé einhvers konar sýknudómur yfir honum sjálfum, „a complete and total exoneration“ — afsakið, forseti — svo ég vitni í fræg ummæli Donalds Trumps um fræga skýrslu. Gott ef hæstvirtur ráðherra talar ekki eins og skýrslan sé einhvers konar staðfesting á því að það sé bara allt í lagi að ráðherra selji föður sínum eignarhlut í fyrirtækjum. Þannig lætur hæstvirtur ráðherra þótt það liggi algerlega fyrir, og þótt ríkisendurskoðandi hafi sjálfur sagt það, að spurningar um hæfi eða vanhæfi stjórnvaldshafa, og þetta er bein tilvitnun í ríkisendurskoðanda sjálfan, séu lögfræðilegt álitaefni sem löggjafinn hafi alls ekki ætlað Ríkisendurskoðun að leysa úr. Þetta skiptir máli,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingu.

„Við skulum hafa það alveg á hreinu hér í þessum sal að Ríkisendurskoðun hefur ekki kvittað upp á eitthvert heilbrigðisvottorð til ráðherra um að þeir megi selja venslafólki sínu og vinum eignir ríkisins, að ráðherrar séu undanþegnir hæfisreglum þegar kemur að eignasölu eða að ráðherrar megi taka meiri háttar ákvarðanir um hagsmuni skattgreiðenda án þess að gæta að reglum stjórnsýsluréttarins, án þess að gæta að eftirlitsskyldum sínum og yfirstjórnarheimildum gagnvart undirstofnunum.

„Í stuttu máli: Ákvarðanir og stjórnsýsla ráðherra — þetta er allt saman enn órannsakað. Það er bara þannig. Við getum ekkert skroppið í jólafrí án þess að koma þessum málum í viðeigandi farveg.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: