- Advertisement -

Sleppti Bjarni fátktinni eða gleymdi

Ég held að ríkisstjórnin og fjármálaráðherra séu búin að stinga hausnum í sandinn og með því telja þau sig ekki þurfa að sjá fátækt.

„Við erum hér að fjalla um fjármálaáætlun næstu fjögurra ára. Ég er búinn að vera að fletta þessu riti og reyna að finna eitt orð, athuga hvort það kæmi fyrir þótt ekki væri nema einu sinni, og það er sárafátækt, að útrýma sárfátækt eða bara að útrýma fátækt, hvort það fyndist í þessu, hvort það væri einhver metnaður og þau ætluðu ekki að dusta rykið aftur af einhverjum innantómu loforðum við næstu kosningar,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins.

„En þetta er ekki þarna inni. Ég held að ríkisstjórnin og fjármálaráðherra séu búin að stinga hausnum í sandinn og með því telja þau sig ekki þurfa að sjá fátækt, þurfa ekki að sjá fólk í biðröðum eftir mat, þurfa ekki að sjá þann fjölda fólks, sem hefur tvöfaldast, sem þarf að leita sér heitrar máltíðar.“

„Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur sagt að það séu örfáir einstaklingar í þessari aðstöðu en samt tekst honum að gleyma þeim. Samt eru þeir ekki hluti af því sem hann hefur metnað fyrir. Það kemur líka skýrt ljós ef við horfum á framtíðarsýnina að það er reiknað með um 2 prósent verðbólgu. Við vitum að síðast voru greidd 3,6 prósent til ellilífeyrisþega í almannatryggingunum en verðbólgan var komin í 4 prósent. Það er því alltaf skortur þar og verður örugglega í framtíðinni því að það sem á að setja til almannatrygginga eru 2,5 prósent. En á sama tíma er reiknað með að laun hækki um 4 prósent. Enn á að breikka bilið þarna á milli. Og hvers vegna í ósköpunum er fjármálaráðherra ekki með í áætlun næstu fjögurra ára að þessi hópur, þessi litli hópur sem við höfum tekist á um, sem lifir við fátækt eða sárafátækt, fái sitt leiðrétt og verði ekki í sömu sporum áfram?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: