- Advertisement -

Slysvarnarskóli sjómanna, bestu þakkir

Dugnaður hans og áhugi á stofnun og uppbyggingu skólans var með ólíkindum og átti umtalsverðan þátt í því stórvirki að koma honum á fót.

Árni Gunnarsson skrifar:

Fyrir 60 árum eða svo var sjómannadagurinn mikill hátíðis- og gleðidagur. Ég fylgdist með flestu, sem fram fór þann dag og hafði gaman af. Í dag hvarflaði hugurinn til þess merkisatburðar, þegar Slysavarnaskóla sjómanna var komið á laggirnar. Kannski var það vegna þess, að ég hafði verið að lesa frásagnir af forfeðrum mínum á Hornströndum, einkum úr Aðalvík, sem alltof margir drukknuðu í sjóróðrum. Oft var ástæðan sú, að þeir kunnu ekki að synda og engin voru öryggismálin.

Slysavarnaskóli sjómanna á, án efa, stóran þátt í þeirri dýrmætu þróun, sem orðið hefur á síðari árum, að færri og færri mannskæðar slysfarir verða á sjó.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sem framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins í skamman tíma, kynntist ég Hilmari Snorrasyni, sem verið hefur skólastjóri þessa merka skóla. Dugnaður hans og áhugi á stofnun og uppbyggingu skólans var með ólíkindum og átti umtalsverðan þátt í því stórvirki að koma honum á fót. Á þessum degi vil ég koma til hans þökkum og kveðjum fyrir merkilegan og mikilvægan þátt í öryggismálum sjómanna.

Og svo megum við aldrei gleyma Landsbjörgu og ómetanlegum þætti hennar í öryggismálum landsmanna. Við gætum gert betur í stuðningi við þessi samtök.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: