- Advertisement -

Smáskammtalækningar duga ekki

Þessi staða á fjöl­miðlamarkaði get­ur ekki gengið til lengdar.

„Einka­rekn­ir fjöl­miðlar keppa við rík­is­fyr­ir­tæki sem fær í for­gjöf meiri tekj­ur en þess­ir einkamiðlar hafa í heild­ar­tekj­ur. Til viðbót­ar sæk­ir þessi rík­is­miðill svo inn á aug­lýs­inga­markaðinn af vax­andi ákafa og óbil­girni og hag­ar sér á þeim viðkvæma markaði eins og fíll í postu­líns­búð.“

Þetta stendur í leiðara Moggans í dag. Þar er fjallað um forskot Ríkisútvarpsins á aðra fjölmiðla landsins.

„Tekj­ur rík­is­út­varps­ins af sölu aug­lýs­inga eru á bil­inu 2-3 millj­arðar króna á ári, sem bæt­ast við fyrr­greinda millj­arða sem ber­ast stofn­un­inni úr vös­um skatt­greiðenda,“ segir þar.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Mogginn:
„Ætli ein­hver teldi að slík­ar „markaðs“aðstæður væru boðleg­ar?“

Og áfram er haldið: „Þegar rætt er um stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla er þetta sam­hengið sem verður að hafa í huga. Hvað ætli þing­mönn­um þætti ef ríkið ræki um­fangs­mikla bóka­út­gáfu sem hefði í styrk frá rík­inu hærri fjár­hæð en heild­ar­tekj­ur stærsta einka­rekna keppi­naut­ar­ins? Hvernig ætli einkaaðilum gengi að tak­ast á við slíka sam­keppni.

Eða hvernig mundi þeim hugn­ast að ríkið ræki versl­ana­keðju sem hefði í for­gjöf frá skatt­greiðend­um fleiri krón­ur en sem nem­ur veltu Haga. Ætli ein­hver teldi að slík­ar „markaðs“aðstæður væru boðleg­ar?

Þessi staða á fjöl­miðlamarkaði get­ur ekki gengið til lengd­ar og inn­grip rík­is­ins á þess­um markaði eru svo gríðarleg að smáskammta­lækn­ing­ar duga ekki til að tryggja eðli­lega stöðu einka­rek­inna miðla og um­hverfi þar sem heil­brigð fjöl­miðlun fær þrif­ist á eðli­leg­um for­send­um.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: