- Advertisement -

Snýst um traust Alþingis

„Það mál sem hér um ræðir snýst ekki eingöngu um upplýsingalög, um hin og þessi lögfræðiálit. Þetta snýst einnig um stærri hagsmuni. Þetta snýst um traust Alþingis, traust stjórnsýslunnar í landinu og menn reisa það ekkert með því að slá um það einhverri leyndarhyggju. Þessi hundruð milljóna — mögulega var þetta minna fé en hægt var að fá fyrir þetta en það er ekki alveg aðalatriðið hérna,“ sagði Sigurjón Þórðarson, sem varaþingmaður fyrir Flokk fólksins, en hann var áður þingmaður Frjálslynda flokksins.

„Ég vil að forseti skoði það í raun og sanni nú á næstu dögum, í ljósi hinna ríku hagsmuna stjórnsýslunnar í landinu og trausts almennings á löggjafarvaldinu, að aflétta þessari leynd. Það hlýtur að vera þegar öllu er á botninn hvolft miklu verðmætara að skapa hér traust um störf, ekki bara Alþingis heldur einnig fjármálaráðherra. Það er ekki gert með þessari leynd.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: