- Advertisement -

Sögðust best allra – gátu ekkert sannað

Neytendastofa hefur sett ofan í við forráðafólk fyrirtækisins Guide to Iceland.  

Í auglýsingum var fullyrt að fyrirtækið væri mest og best á sínu sviði. Ekki tókst að færa nokkrar sönnur á fullyrðingarnar. Því er lagt bann á fullyrðingar um að ágæti fyrirtækisins, umfram önnur.

„Í svörum Guide to Iceland og þeim gögnum sem fylgdu er ekki að finna fullnægjandi sönnur fyrir umræddum fullyrðingum. Í ljósi framangreinds er það mat Neytendastofu að umrædd könnun geti ekki talist fullnægjandi sönnun á jafn afdráttarlausum fullyrðingum og hér um ræðir. Að því virtu telur Neytendastofa að ofangreindar fullyrðingar veiti rangar upplýsingar um stöðu Guide to Iceland á íslenskum markaði. Þá telur Neytendastofa að upplýsingarnar séu líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið,“ segir meðal annars í úrskurði Neytendastofu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: