- Advertisement -

Sorglegt hversu fáir prinsippmenn eru á Alþingi

„Þótt oft sé hart tekist á í stjórnmálunum hef ég leitast við að verja þó ákveðin grundvallarprinsipp og fyrir vikið oft komið til varnar fólki úr öðrum flokkum, pólitískum andstæðingum, jafnvel þegar það hefur verið erfitt. Það er sorglegt að sjá hvað Alþingi á fáa prinsippmenn. Ég hélt satt best að segja að þeir væru fleiri í Sjálfstæðisflokknum en raun ber vitni,“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi þegar þingmenn greiddu atkvæði um nýja bráðabirgða forsætisnefnd vegna Klaustursmálsins.

„Allt er þetta gert til að koma máli til siðanefndar, máli sem heyrir ekki einu sinni undir nefndina samkvæmt reglunum sem um hana gilda. Gildissvið nefndarinnar sýnir að málið á ekki einu sinni heima þar, en þangað ætlar forseti Alþingis að troða því. Það er sama hvað kemur út úr þessari siðanefnd, ég hef ekki áhyggjur af þeirri niðurstöðu frekar en aðrir sem hafa talað hér á undan, en mér finnst sorglegt að sjá hvernig forseti Alþingis hefur leitt þingið út í þessar ógöngur sem eru því miður óhjákvæmilega bara upphafið að áframhaldandi og væntanlega vaxandi vandræðagangi,“ sagði hann.

Hef ekkert að óttast

„Ég tel mig ekkert hafa að óttast gagnvart siðanefnd,“ sagði Ólafur Ísleifsson.“ Til mín hafa ekki verið rakin ummæli sem eru meiðandi eða særandi í garð nokkurs manns. Ég hef ekki hallað orði á nokkurn mann. En forseti Alþingis er að kalla yfir Alþingi þvílíka smán og niðurlægingu og yfir sjálfan sig blett á sinni forsetatíð. Ég vil lýsa samúð minni með hv. þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að hafa látið teyma sig út í þessar ógöngur sem þeir bersýnilega eru í.“

Flestir hér eru pólitískir andstæðingar

„Auðvitað rennur þetta ljúflega niður í pólitíska andstæðinga okkar, sem í raun og veru flestir hér inni eru. Auðvitað gerir það það. Það á að troða þessari óhæfu í gegn þrátt fyrir augljóst vanhæfi pólitískra andstæðinga, sem við erum flest hér inni, og alla meinbugi á meðferð málsins og afgreiðslu þess og þau lög, meingölluðu lög, sem það styðst við,“ sagði Karl Gauti Hjaltason.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: