- Advertisement -

Sósíalistaflokkurinn verði flokkur verkalýðsins

Allt stefnir í að kröfugerð Starfsgreinsambandsins verði leiðandi í stefnu Sósíalistaflokksins. Sósíalistaflokkurinn heldur félagsfund 19. janúar kl. 13:00 í Dósaverksmiðjunni, Borgartúni 1.

„Á dagskrá fundarins eru umræður um uppbyggingu flokksins, stefnu hans, stöðu, hlutverk og framtíðaráform. Allir félagar í Sósíalistaflokknum eru hvattir til að mæta og taka þátt í mótun flokksins. Aðrir sósíalistar eru hvattir til að ganga í flokkinn og taka þátt,“ segir í tilkynningu frá flokknum.

Kröfugerð Starfsgreinasambandsins hefst svona: „Þær launahækkanir sem samið hefur verið um síðustu ár hafa skilað sér mjög misjafnlega til launafólks á Íslandi. Dregið hefur mjög úr jöfnunaráhrifum skatta- og bótakerfisins og húsnæðiskostnaður hefur rokið upp úr öllu valdi. Umræddar breytingar hafa að öllu leyti bitnað með meiri þunga á láglaunafólki en öðrum. Það er því skýlaus krafa félagsmanna innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands að stjórnvöld axli ábyrgð á bættum kjörum með endurskoðun skatta- og bótakerfisins og stórátaki í húsnæðismálum. Tugir þúsunda félagsmanna hafa tekið þátt í mótun kröfugerðar og er það samdóma álit að spjótin beinist að stjórnvöldum í komandi kjaraviðræðum.“

Sjá nánar hér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: