- Advertisement -

Spáir hefndum í Sjálfstæðisflokki

„Þetta þýðir að hörð átök eru framundan innan Sjálfstæðisflokksins.“

Styrmir Gunnarsson, sem veit hvað gengur á í Sjálfstæðisflokknum, spáir að þar sæti þeir þingmenn og ráðherrar sem styðji þriðja orkupakkann, refsingum.

„Þeir þingmenn flokksins, sem greiða atkvæði með orkupakkanum munu missa traust flokksmanna með afgerandi hætti. Verði þeir þess ekki varir á næstu vikum munu þeir finna það skýrt og greinilega í prófkjörum vegna næstu alþingiskosninga. Hér er nefnilega ekki á ferð venjuleg pólitískt álitaefni heldur grundvallarmál, sem varðar fullveldi Íslands og yfirráð yfir einni af helztu auðlindum landsins.“ Skrifar Styrmir á vefsíðu sína, styrmir.is.

„Stór hópur flokksmanna mun ekki fyrirgefa þeim þingmönnum, sem bregðast í slíku máli.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Davíð Oddsson: „Yf­ir­lýs­ing­ar ráðherra um „áfrýj­un“ eru ein­hvers kon­ar mein­loka sem ein­hverj­ir hafa komið inn hjá hon­um, von­andi þó ekki þeir sömu sem séð hafa hon­um fyr­ir öll­um villu­ljós­un­um varðandi orkupakka sem hef­ur verið dap­ur­legt að horfa upp á, ekki síst fyr­ir þá sem höfðu vænt­ing­ar til þessa ráðherra.“

Úr þessu má lesa að ekki einungis innmúraðir og innvígðir grípi til hefnda. Heldur og almennir stuðningsmenn flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn má ekki við miklu. Flokkurinn er á bólakafi í illa viðráðanlegu skuldum sem hann getur ekki ráðið við án ríkisstyrkja. Því er mikilvægt að flokkurinn minnki ekki enn frekar, því þá lækka styrkirnir.

„Í ljósi þess að fylgi flokksins virðist komið niður í fjórðung má hann ekki við meira fylgistapi,“ áréttar Styrmir.

En hvað er til ráða, Styrmir, hvert geta Sjálfstæðismenn leitað?

„Á hliðarlínu bíður Miðflokkurinn þótt forystumenn hans hafi ekki úr háum söðli að detta þegar kemur að samskiptum við ESB.“

„Á að trúa því að þingmenn vilji kalla þessi ósköp yfir þann flokk, sem hefur hafið þá til vegs á Alþingi og í ríkisstjórn?“ Þannig spyr Styrmir.

„Þetta þýðir að hörð átök eru framundan innan Sjálfstæðisflokksins um málið,“ skrifar Styrmir.

Ekki er úr vegi að rifja upp nokkurra daga gömul skrif Davíðs Oddssonar um Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur, varaformanns flokksins.
„Yf­ir­lýs­ing­ar ráðherra um „áfrýj­un“ eru ein­hvers kon­ar mein­loka sem ein­hverj­ir hafa komið inn hjá hon­um, von­andi þó ekki þeir sömu sem séð hafa hon­um fyr­ir öll­um villu­ljós­un­um varðandi orkupakka sem hef­ur verið dap­ur­legt að horfa upp á, ekki síst fyr­ir þá sem höfðu vænt­ing­ar til þessa ráðherra.“
Hennar bíða sýnilega vandræði innan flokksklíkunnar.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: